Kiwanisklúbburinn Elliði í samvinnu við Leturprent safna 6,5 milljónum sem runnu til Barna- og unglingageðdeildar Bugl.
Safnað var með ágóða söngbókar sem prentuð var af Leturprent í Bókasamstæðu Leturprents sem er sú eina í landinu og var bókin prentuð eftir pöntun, er þetta fyrsta bókin á íslandi sem framleidd er á þennan hátt. Bókasamstæða Leturprents gerði Kiwanisklúbb Elliða kleyft að fara út í svona viðamikið verkefni.
Fréttablaðið 18.okt
Kiwanisklúbburinn Elliði safnaði 6,5 milljónum króna af sölu söngbóka. Ágóðinn rennur óskiptur til Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL). Meðal þeirra verkefna sem urðu til út frá söfnuninni er þjálfunarherbergið Birtan, sem var formlega tekið í notkun í gær. Herbergið verður notað hjá BUGL til skynörvunar og eru þar ýmis tæki til þess.
Einnig voru gefnar út tvær bækur fyrir fjármagnið sem safnaðist ásamt uppsetningu á veggskreytingum á BUGL með þrautum og leikjum.- sv
—————————————–
Nýtt þjálfunarherbergi á Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans var formlega tekið í notkun í gær. Herbergið, sem hlaut nafnið Birtan, mun skapa börnunum sem dvelja á BUGL, fjölskyldum þeirra og fagfólki þægilegt umhverfi.
Sérstök lýsing, tónlist og tæki sem höfða til mismunandi skynfæra munu auk þess efla iðjuþjálfun á deildinni. Starfsfólk BUGL segir börnin hafi tekið nýja þjálfunarherberginu fagnandi. Það var Kiwanisklúbburinn Elliði sem færði BUGL herbergið að gjöf. Klúbburinn hefur safnað yfir sex milljónum króna með sölu á sönglagabók. Peningarnir hafa verið nýttir til að bæta aðbúnað og umhverfi á deildinni.
frettir@ruv.is
Með því að eiga viðskipti við Leturprent hjálpar þú okkur að styðja við góðgerðamál.