Helstu kostir PDF
- Bæði myndir og letur er byggt inn í PDF-skrána, ef hún er rétt gerð.
- Ekkert óeðlilegt textaflæði getur átt sér stað.
- Flestar PostScript-villur sem upp geta komið, koma þegar PDF- skráin er búin til en ekki við útkeyrslu á plötu/filmu.
- PDF-skrár eru í flestum tilfellum minni en PostScript-skrár þar sem búið er að hreinsa burt öll óþarfa gögn.
- Allar síður eru sjálfstæðar, sem þýðir að auðveldara er að vinna með margra síðna skjöl, t.d. í leiðréttingarvinnu.
- Hægt er að senda PDF-skrá sem er tilbúin til prentunar á hvaða útkeyrslutæki sem er.
PDF-skrár eru mun áreiðanlegri sem skjáprófarkir.
Helstu gallar PDF
- Textaleiðréttingar eru þyngri í vöfum, í flestum tilfellum þarf að fara í upprunalegu gögnin og búa síðan til nýja PDF-skrá af viðkomandi síðu.
- Skrárnar geta verið á mismunandi gæðaformum, allt frá því að vera í fullum gæðum til prentunar, niður í að vera ónothæfar og allt þar í milli.
Að búa til PDF
Til þess að búa til nothæfa PDF-skrá til prentunar verður að nota forritið Acrobat Distiller, en fyrst þarf að útbúa PostScript-skrá úr viðkomandi forriti.
Sendið PDF skjölin sem síðu fyrir síðu, öruggasta leiðin ef leiðréttingar verða nauðsynlegar. Hægt er að senda hverja síðu um leið og hún er tilbúin, óháð stöðunni á verkinu að öðru leyti.
Mikilvægt er að síður séu miðjusettar á prentfleti
Nánar um Acrobat X Pro (áður Acrobat Distiller)